http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 84 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 23:00

Blogg Pókerbrjálæðings

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
Bókagagnrýni: ThePokerBlueprint
  Skizzo, Mar 07 2012

Þetta blogg verður ólíkt öðrum bloggum í ljósi að það hefur ekkert að gera með spilun mína né gengi undanfarna mánuði. Ég hef núna verið í um þriggja vikna pásu frá online póker og nýtt tímann minn í að sanka að mér ýmsu kennsluefni tengdu póker.
Ég er skráður í sex mánaða póker-kúrs hjá PokerZion og fæ vikulega sent video og pdf skjöl um þær ýmsu aðstæður sem geta komið við pókerborðið. Þetta er allt gert með því markmiði að gera mig að betri spilara.

Ég hef einnig mjög gaman af því að lesa bloggið hjá SplitSuitsem er nokkuð velþekktur 2+2 poster í uNL forums. Hann hefur einnig gert slatta af videoum sem hann selur á síðunni sinni auk þess sem hægt er að nálgast ókeypis kennslu-video frá honum á The Poker Bank. Einnig hefur hann gefið út efni í gegnum Dailyvariance

Ég tók mig til um daginn og fjárfesti mér í þremur E-Books hjá þeim en þær eru: Dynamic Full Ring Poker eftir James"Splitsuit"Sweeney, Elements of Poker eftir Tommy Angelo og The Poker Blueprint eftir Tri"SlowHabit"Nguyen og Aaron Davis en síðastnefnda er sú bók sem ég ætla mér að fjalla um núna.

The Poker BluePrint

Einsog fyrr sagði eru höfundarnir Tri"SlowHabit"Nguyen og Aaron Davis en sá fyrrnefndi stofnaði DailyVariance og hefur unnið yfir eina milljón dollara í póker. Hann er einnig höfundur að bókum einsog Let There Be Range, NLHE:Workbook Exploiting Regulars, The Pot-Limit Omaha book:Transistioning from NL to PLO svo dæmi séu tekin.

Bókin er 261 síða að lengd og er allt efnið auðlesanlegt og snyrtilega sett fram. Efnisyfirlitið er vel upp sett og því auðvelt að finna það sem maður leitar að langi manni að rifja upp eitthvað sérstakt efni sem bókin tekur á. Hún byrjar á að fjalla örstutt um hugarfarið sem einstaklingur þarf að hafa til að vilja bæta sig og mikilvægi þess að hafa gott BR-management. Tri tekur fyrir grunn-pókerstærðfræði og útskýrir á einfaldan og skýran hátt hvernig mismunandi samsetningar handa (e.Combos) virka, Pot Odds og Equity-reikning. Formúlur eru settar fram fyrir lesandan og fyrir stærðfræði aula einsog mig sem rétt slefaði menntskóla prófið tókst mér að skilja þetta og nýta í mínum eigin útreikningum sem og dæmum sem gefin eru í bókinni.

Tri leggur mikla áherslu á að lesandinn öðlist sjálfstæða hugsun þegar kemur að hand-ranges og því notast hann ekki við nákvæmt hand-chart fyrir hvert position fyrir sig, þó hann sýni lesandanum dæmi um hvað sé optimal í hans huga fyrir micro-stakes spilara, heldur biður lesandann að hafa sífellt í huga hvernig andstæðingarnir sem enn eigi eftir að gera séu, þ.e tight, loose, passive eða aggressive.

Það sem mér finnst þó skara framúr í þessari bók er post-flop hluti bókarinnar, því það er auðvelt að kenna hverjum sem er hvaða spil á að spila úr hverju posistion en póker verður svo mun flóknari leikur um leið og fyrstu þrjú spilin eru komin á borðið. C-bets, check-raises, floats og double barrels eru útskýrð og ýmisdæmi gefin við hvernig aðstæður er best að framkvæma þessa aðgerðir. Mismunandi flop textures eru tekin fyrir s.s A-high flop, paired flops og monotone flop. Þessi hluti bókarinnar er gríðarlega góður og skemmtilegur lesningar og dæmin gagnvart mismunandi andstæðingum gera þau fjölbreytt og hjálpa lesenda að skilja mikilvægasta hluta pókers, að geta sett andstæðingin á ákveðið range af höndum og hvað sé best að gera í viðkomandi stöðu.

3-Bets er einnig tekin fyrir bæði sem 3-bettarinn og einnig hvernig best sé að höndla sé sífellt verið að 3-betta þig.
Bókin tekur einnig á hlutum fyrir-lengra komna en sem eru samt gott að hafa í huga fyrir hinn hugsandi spilara einsog 4-bets og hvernig sé best að spila í multi-way pots, hvernig eigi að balancera range-in sín þótt hann taki þó fram að slíkt sé í raun ekki nauðsynlegt undir 100NL

Auk þess er bókin up-to-date og nýtist algjörlega fyrir online leiki dagsins í dag en það getur verið vandfundið að finna góðar og nytsamlega bækur að mínu mati þar sem video-coaching síður eru svo algengar. Fyrir mér jafnast ekkert á við góða bók sem auðvelt er að glugga í fram og tilbaka, ég nýti mér svo video til að leggja meiri áherslu á ákveðinn atriði sem eru að flækjast fyrir mér.

Ég átti auðvelt með að skilja hverja hugsun og röksemd sem Tri útskýrir fyrir manni. Fyrir þá sem vilja tileinka sér betri og sterkari grunn og bæta "lesskilning" sinn bæði á borði sem og höndum þá mæli ég hiklaust með þessari bók. Ég kem klárleg til með að renna aftur yfir sérstaka kafla til því það er erfitt að meðtaka svona mikið efni í einu, og bókin er algjörlega þess virði að vera lesinn nokkrum sinnum yfir.


Næsta bók sem ég ætla mér að lesa kemur til með að vera The Elements of Poker eftir Tommy Angelo en hún tekur fyrir að mér skilst sálfræðilega hliðina af póker, hvernig þú hættir að spila þinn B- eða C- game og miðar að því spila stöðugt þinn A-Game. Ég hlakka mikið til að lesa þessa bók og kem alveg pottþét til með að gera aðra bókagagnrýni um hana þegar ég hef lokið henni.

Takk fyrir lesturinn
Skizzo0 votes

Athugasemdir (6)


Blogg pókerbrjálæðings #5 - Las Vegas ofl.
  Skizzo, Feb 10 2012

Sælir spilarar.

Mikið hefur verið rætt undanfarna daga að þessi síða hafi dalað undanfarnar vikur og mánuði og ætla ég því að leggja minn hlut á vogaskálarnar til að halda þessari síðu virkri og skemmtilegri. Það eru orðnir rúmir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast og ég búinn að bæta leikinn minn töluvert og í janúar síðast liðnum fór í ég m.e.a.s til Las Vegas í fyrsta skipti! Ég segi ykkur betur frá því seinna í blogginu. Til að byrja með langar mig að gera smá recap á hvernig mér gekk þegar ég bloggaði síðast sem var 24. nóv 2011.

Nóvember 2011


Desember 2011


Staðan í dag


Það sem ég tel að hafi haft mest áhrif á leikinn minn er þessi síða *clickable* fullt af góðum kennsluvideoum frá SplitSuit sem er mjög aktívur poster á 2+2 micro FR/6max forumunum auk þess sem hann gefur út efnið sitt hjá DailyVarince og sinni heimasíðu http://www.splitsuit.com

Ég skráði mig svo í 6mánaða microstakes prógram hjá www.pokerzion.com sem kallast TheRoots og fæ ég email frá þeim einu sinnu viku með 1-3 videoum um eitthvað concept sem þeir taka fyrir auk quiz sem er svona mín heimavinna. Auk þess sem þeir að sjálfsögðu með sitt eigið forum. Ég stefni að því að verða virkari þar líka. Eigandi þessarar síðu er sami náunginn og hannaði LeakBuster forritið sem er App fyrir HEM 1/2 fyrir ykkar sem þekkja til þess.

Leiðin liggur því upp á við einsog er!


Það var síðan í janúar sem ég fór með kærustunni minni til LA og vorum við þar í 3 vikur. Fyrstu helgina okkar skruppum við til LasVegas og vorum þar í fjórar nætur. Þetta var í fyrsta skipti fyrir okkur bæði að fara í borga syndana og var það því skemmtileg upplifun fyrir okkur bæði. Við gistum á Stratosphere hótelinu ágætis hótel þannig séð en ekkert sérstakt þema eða þessháttar. Hefur hinsvegar besta útsýnið og hægt að fara í ýmiskonar skemmtitæki efst í turninum, þar á meðal freefall jumping af 108undu hæð.

Ég endaði nú ekki á að spila eins mikin póker og ég ætlaði mér, ástæða þess var að hluta til að við vorum þarna einnig með vinapari okkar og maður vildi ekki eyða öllum dögunum við borðin og missa af því sem hægt var að skoða.
Spilaði tvö mót og eitt Cash game session, komst á final table í báðum mótunum en ekki í money, og var gjörsamlega card dead í Cash gameinu og blæddi 200$ þar.

Þar hinsvegar mjög gaman að fara og rölta á öll hótelin og skoða hin ýmsu þemu. Fór og skoðaði Bellagio, Circus Circus, Excalibur, TheVentian/Palazzzo, Luxor, Manadalay Bay, Wynn/Encore, Planet Hollywood.

Ég var einnig svo heppin að komast á Tool tónleika í Mandalay Bay, en ég er mikill Tool aðdáandi og var himinlifandi yfir því að fá miða og komast þar með á mínu fyrstu Tool tónleika. Þetta voru btw geðveikir tónleikar að mínu mati, tracklisitinn var geðveikur og ljósashowið mjög flott.

Einnig fór ég á Bodies sýinguna á Luxor og var hún mögnuð! Ótrúleg sýning þar sem maður sér allt frá minnsta beini líkamans, ístaðinu, þróun fóstra og hvaða áhrif reykingar hafa á lungun. Sneiðmyndir beinum og fleira og fleira, must see sýning að mínu mati.

Ég og kærastan skelltum okkkur svo á Peepshow með Holly Madison, það vantaði ekki holdið eða tútturnar á þeirri sýiningu og get því með stolti sagt að hafa séð naktar júllurnar á Holly Madison í eiginpersónu

Að sjálfsögðu gat maður svo ekki farið frá Las Vegas nema kaupa sér eitthverja póker-skylda minjagripi. Ég fjárfesti mér því tveimur card protectors og grænum póker dúk.

Hérna er svo nokkrar myndir frá ferðinni og minjagripunum:
+ Sýna spoiler +Frábær ferð og alveg pottþétt að maður fer þangað einhverntímann aftur þegar maður hefur efni á!

Takk fyrir
Skizzo0 votes

Athugasemdir (6)


Blogg pókerbrjálæðings #4
  Skizzo, Nov 24 2011

Sælir Spilarar.

Pókerinn undanfarið hefur verið að ganga vel. Smellti mér á 4K +1K Bounty double chance mót á Kojack um daginn sem var mjög skemmtilegt. Ég er alls ekki vanur Live spilari, held að þetta hafi verið í ca 6-7skipti sem ég hef farið þangað. Það byrjaði nú ekkert alltof vel hjá mér því ég tapa öllum stakknum strax í fyrst hönd, fæa 4c4h og limp UTG, 3 í viðbót limp og sb completar og BB checkar. Flop kemur Ac7c4c Big Blind bettar og ég raisa, foldað að BB sem pushar AI og ég kalla. Hann sýnir Tc3c og ég fylli ekki hús. Ég læt þetta ekki slá mig út af laginu og rebuya aftur second chance.

Örlítið seinna er ég UTG+1 með Ásapar og UTG raisar í 4000 í blindum 500/1000, ég flatta og 3 í viðbót fylgja eftir. Floppið er einhver random lág spil. BB býður 12K og ég shippa, allir folda að BB sem snappkallar með kóngapar. Hefði líklega átt að 3-betta en var hepppinn að enginn hitti sett eða 2pör, ég doubla mig því upp + auka 12K frá preflop callers.

Næsta mikilvæga hönd er JJ í MP, UTG+2 limpar, foldað að mér og ég set í 12000, ætlað reyndar ekki að betta svo hátt en ég sagði ekkert. Allir folda nema limper sem kallar. flop kemur 2s4s[ad] og hann instashippar. Ég dett í tankinn og hann byrjar að röfla í mér, segist vilja fá kall. Segist setja mig á Ás og lágan kicker. Stráknir á borðinu skemmta sér vel yfir þessu. Ég enda á að kalla og hann sýnir 9s6s og gosaparið hélt! Ég var því orðinn annar eða þriðji stærstur á borðinu.

Þegar við erum svo orðnir fimm eftir enda ég í miklu action við Jakob son Ragnheiðar sem við þekkjun nú orðið öll. Við skiptumst amk 3x á stökkum þar sem Kóngaparið mitt hélt á móti AQs hjá honum eftir að hann hafði re-raisað UTG bet frá Össa og ég 3B-shippað.
Hinir spurðu hreinlega hvort við vildum ekki bara kljá þetta út í HU á öðru borði svo mikið var actionið! Þetta skildi hann eftir nokkuð kripplaðan.
Hann var þó staðráðin í að komast í pening!

Þegar við vorum 4 eftir fékk QQ í CO ég raisa og Össi reraisar í BB. Ég shippa og eftir ca mínútu endar hann á að kalla og sýnir 88, drottnigarnar halda og ég því kominn í pening í fyrsta skipti, sem og Jakob sem var staðráðin í komast í money sem honum tókst.

Bjarni "Le Chef" tekur svo Jakob út og ég Bjarni því komnir í HU. Við teljum stakkana okkar og erum við ca jafnstórir. Hann bíður mér skipti 50/50 sem ég tók um leið, enda taldi ég það besta í stöðuni þar sem hann hefur áreiðanlega töluvert edge yfir mig.

Ég því helsáttur með 28K í vasanum!

Horfði svo á Rounders í fyrsta skipti um daginn. Skil ekki hvernig í ósköpunum ég var ekki búinn að horfa á þessa mynd fyrr.

En vindum okkur þá að máli málana! Minni Online spilun.


Það lítur út fyrir að ég þurfti að hætta að spila á þessum 4-max borðum og spila frekar mun meira 6max eða 9max.Þetta er rosalegt, tæpar 14K hendur spilaðar þar af 10K þar sem ég raisa pre og folda líklegast fyrir 3-bet / 4-bet eða limpaðir pottar þar sem ég hitti ekkert og gef þá algjörlega eftir! Þarna virðist allur peningurinn minn hverfa! Aldrei hefði mig grunað að þetta hefði svona huge impact á winrate-ið!


Annað sem ég skoðaði var Preflop activty en ég er að tapa miklum pening vs raiser og einnig vs 1limper.Hérna er árangurinn síðan frá síðasta bloggi (14.11) Ég hef einnig alfarið skipt yfir í 6-max og spila þá iðulega 2x4NL og 1x10NL. Þar sem Everleaf networkið er mjög fámennt er ekkert action á 9-10max borðunum.


Vonandi tekst mér að bæta mig ennfremur og sigrast á þessum hamburger stakes!
0 votes

Athugasemdir (2)
Næsta síða


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir